KRISTJÁN HREINSSON

Kristján Hreinsson skáld.

Kristján Hreinsson sendir frá sér tvær rafbækur í dag! (24. maí 2024)

Önnur bókin er vísnakverið HALLA HRUND – MINN FORSETI en hin bókin er skáldsaga, FJALLKONAN.

Kristján hefur gefið út u.þ.b. nítíu bækur af ýmsum toga. Hann á nær 1000 útgefna söngtexta og margs konar tækifæriskveðskap í bukum. Í ár er liðin hálf öld frá útkomu hans fyrstu bókar. Fimmtíu ára ferli ber að fagna!

FJALLKONAN

Fjallkonan er skáldsaga sem sækir efni beint og óbeint í atburði sem áttu sér stað og stund í raun og veru. Hildur Sara Sigþórsdóttir, ung leikkona og kennari, vaknar í tjaldi á Eyjafjallajökli að morgni.

Þegar gos er að hefjast. Hún er ein og yfirgefin, ferðafélagar hennar eru horfnir. Hún getur í fyrstu ekki áttað sig á því hvað er að
gerast. Smátt og smátt nær hún áttum og sér að hún muni þurfa að leita allra leiða til að lifa af. Hún leggur af stað út í óvissuna…

Halla Hrund – Minn Forseti

Kristján Hreinsson skáld, hefur ort fjölda vísna (yfir 40 vísur) um Höllu Hrund, forsetaframbjóðanda. Bæði hvatningar og lofkvæði.
Hann hefur birt vísurnar á Facebook síðunni sinni en þar sem nú hillir undir stóra daginn, ákvað hann að safna öllum vísunum í eitt rit til að auðvelda fólki aðgengi að þeim.

Það ber að vekja athygli á því að útgáfan er með öllu ótengd skipulagðri kosningabaráttu Höllu Hrundar. Vísnaheftið er FRÍTT

Scroll to Top